Innlent

Mikill sam­dráttur í ferða­þjónustu í borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að algjört tekjufall hafi orðið í sumar.
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að algjört tekjufall hafi orðið í sumar. Stöð 2

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt.

Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall.

„Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar.

Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2

Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga.

„Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar.

Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi.

Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2

Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar.

„Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.