Fótbolti

Ögmundur seldur til Olympiacos

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ögmundur í leik með Larissa.
Ögmundur í leik með Larissa. vísir/getty

Ögmundur Kristinsson hefur verið seldur frá Larissa til Olympiacos en Larissa staðfesti þetta á vef sínum í morgun.

Larissa bauð Ögmundi nýjan samning en hann afþakkaði það boð. Samningur hans við Larissa átti að renna út næsta sumar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt.

Þar segir að markvörðurinn öflugi vildi komast í lið sem spilaði í Evrópukeppni en Oluympiacos mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Olympiacos borgar 400 þúsund evrur fyrir markvörðinn og senda tvo leikmenn til Larissa í staðinn.

Ögmundur er 31 árs en hann hefur spilað með Fram, Randers, Hammarby og Excelsior á sínum ferli.

Hann lék lykilhlutverk í liði Larissa síðustu tvær leiktíðir og vakti mikla athygli.

Olympiacos er lang stærsta liðið í Grikklandi en liðið er með tuttugu stiga forskot á toppi deildarinnar er nokkrar umferðir eru eftir.

Liðið hefur 45 sinnum orðið grískur meistari en Ögmundur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Grikkjunum.

Alfreð Finnbogason lék með liðinu, á láni frá Real Sociedad, tímabilið 2015/2016.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.