Enski boltinn

Gylfi fékk sömu ein­kunn og allir miðju- og sóknar­menn E­ver­ton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi náði sér ekki á strik í gær eftir að hafa byrjað vel eftir kórónuveiruhléið.
Gylfi náði sér ekki á strik í gær eftir að hafa byrjað vel eftir kórónuveiruhléið. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson fékk fimm í einkunn hjá Liverpool Echo eins og allir miðju- og sóknarmenn Everton sem byrjuðu í 1-0 tapinu gegn Tottenham á útivelli í gær.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 24. mínútu er Michael Keane stýrði skoti Giovani Lo Celso í netið. Tottenham í 8. sætinu með 48 stig en Everton í því ellefta með 44 stig.

Everton skapaði sér ekki mikið fram á við og þeir Alex Iwobi, Tom Davies, Andre Gomes, Gylfi, Richarlison og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Gylfi spilaði á vinstri kantinum.

„Byrjaði af smá krafti en áhrif hans dvínuðu eftir að Tottenham komst í 1-0. Komst ekki aftur inn í leikinn og var skipt af velli þegar hálftími var eftir,“ segir í umsögninni.

Bestir Everton voru varnarmaðurinn Michael Keane sem og varamennirnir Anthony Gordon og Moise Kean sem færðu smá líf í sóknarleik Everton sem var ansi daufur.

Everton leikur næst gegn Southampton á fimmtudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.