Enski boltinn

Gylfi fékk sömu ein­kunn og allir miðju- og sóknar­menn E­ver­ton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi náði sér ekki á strik í gær eftir að hafa byrjað vel eftir kórónuveiruhléið.
Gylfi náði sér ekki á strik í gær eftir að hafa byrjað vel eftir kórónuveiruhléið. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson fékk fimm í einkunn hjá Liverpool Echo eins og allir miðju- og sóknarmenn Everton sem byrjuðu í 1-0 tapinu gegn Tottenham á útivelli í gær.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 24. mínútu er Michael Keane stýrði skoti Giovani Lo Celso í netið. Tottenham í 8. sætinu með 48 stig en Everton í því ellefta með 44 stig.

Everton skapaði sér ekki mikið fram á við og þeir Alex Iwobi, Tom Davies, Andre Gomes, Gylfi, Richarlison og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Gylfi spilaði á vinstri kantinum.

„Byrjaði af smá krafti en áhrif hans dvínuðu eftir að Tottenham komst í 1-0. Komst ekki aftur inn í leikinn og var skipt af velli þegar hálftími var eftir,“ segir í umsögninni.

Bestir Everton voru varnarmaðurinn Michael Keane sem og varamennirnir Anthony Gordon og Moise Kean sem færðu smá líf í sóknarleik Everton sem var ansi daufur.

Everton leikur næst gegn Southampton á fimmtudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.