Innlent

Til­kynnt um líkams­á­rás og hótanir í Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Í skeyti lögreglu segir að alls hafi verið bókuð fimmtíu mál í gærkvöldi og nótt þar sem fimm manns hafi verið vistaðir í fangageymslum.
Í skeyti lögreglu segir að alls hafi verið bókuð fimmtíu mál í gærkvöldi og nótt þar sem fimm manns hafi verið vistaðir í fangageymslum. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út skömmu eftir klukkan tvö í nótt eftir að tilkynnt var um líkamsárás og hótanir í Breiðholti.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að meintur árásarmaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þolandi var með höfuðáverka og fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Í skeyti lögreglu segir að alls hafi verið bókuð fimmtíu mál í gærkvöldi og nótt þar sem fimm manns hafi verið vistaðir í fangageymslum.

Málin voru flest minniháttar, innbrot og nokkrar tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi sem var til vandræða. Einnig var óskað eftir aðstoð vegna heimilisófriðar í vesturbæ Reykjavíkur.

Klukkan hálftíu var svo ökumaður stöðvaður fyrir hraðakstur í Ártúnsbrekkunni og reyndist hann vera á 135 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði eru 80 kílómetrar á klukkustund.

Sömuleiðis var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti klukkan 21 þar sem ekið hafði verið á kyrrstæða bifreið. Þar reyndist ökumaður undir áhrifum og á stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu eftir blóðsýnatöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×