Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 21:56 Hallbera segir að Valskonur hafi ekki ætlað að slaka á í seinni hálfleiknum gegn Stjörnukonum í kvöld. vísir/vilhelm Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26