Fótbolti

Stórveldið Werder Bremen heldur sæti sínu í efstu deild á Þýskalandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Werder Bremen slapp með skrekkinn eftir allt saman.
Werder Bremen slapp með skrekkinn eftir allt saman. getty/Oliver Hardt

Werder Bremen náði að bjarga sér frá falli úr þýsku Bundesligunni í kvöld þegar liðið vann umspil gegn FC Heidenheim sem endaði í þriðja sæti 2. deildarinnar.  

Á tímapunkti var útlitið dökkt fyrir Bremen þegar þeir sátu í næstneðsta sæti deildarinnar og leit út fyrir að liðið myndi falla úr efstu deild í fyrsta skipti í 40 ár. Liðið náði hinsvegar að bjarga sér í lokaumferðinni með því að sigra FC Köln 6-1 og tryggði sér þannig umspilsleik við Heidenheim um áframhaldandi sæti í deildinni.

Fyrri leiknum í umspilinu lauk með 0-0 jafntefli á heimavelli Bremen. Seinni leikurinn fór fram í kvöld og lauk með 2-2 jafntefli. Werder Bremen heldur því sæti sínu í efstu deild á útivallarmörkum en þeir hafa eins og áður segir verið í deildinni í 40 ár í röð og eru það lið sem hefur spilað flest tímabil í Bundesligunni frá því hún var stofnuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.