Fótbolti

Stórveldið Werder Bremen heldur sæti sínu í efstu deild á Þýskalandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Werder Bremen slapp með skrekkinn eftir allt saman.
Werder Bremen slapp með skrekkinn eftir allt saman. getty/Oliver Hardt

Werder Bremen náði að bjarga sér frá falli úr þýsku Bundesligunni í kvöld þegar liðið vann umspil gegn FC Heidenheim sem endaði í þriðja sæti 2. deildarinnar.  

Á tímapunkti var útlitið dökkt fyrir Bremen þegar þeir sátu í næstneðsta sæti deildarinnar og leit út fyrir að liðið myndi falla úr efstu deild í fyrsta skipti í 40 ár. Liðið náði hinsvegar að bjarga sér í lokaumferðinni með því að sigra FC Köln 6-1 og tryggði sér þannig umspilsleik við Heidenheim um áframhaldandi sæti í deildinni.

Fyrri leiknum í umspilinu lauk með 0-0 jafntefli á heimavelli Bremen. Seinni leikurinn fór fram í kvöld og lauk með 2-2 jafntefli. Werder Bremen heldur því sæti sínu í efstu deild á útivallarmörkum en þeir hafa eins og áður segir verið í deildinni í 40 ár í röð og eru það lið sem hefur spilað flest tímabil í Bundesligunni frá því hún var stofnuð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.