Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2020 13:11 Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. L Mynd/Vegagerðin. Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00