„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2020 19:23 Forsetahjónin kynntu sér nýja miðbæinn á Selfossi í vikunni og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó. Árborg Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó.
Árborg Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira