„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2020 19:23 Forsetahjónin kynntu sér nýja miðbæinn á Selfossi í vikunni og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó. Árborg Forseti Íslands Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó.
Árborg Forseti Íslands Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira