Enski boltinn

Ras­h­­ford og Marti­al þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan ára­tug

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Martial fagna marki.
Rashford og Martial fagna marki. vísir/getty

Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag.

Mason Greenwood gerði tvö mörk og þeir Anthony Martial, Marcus Rashford og Bruno Fernandes gerðu sitt hvort markið.

Rashford og Martial eru því báðir komnir með yfir tuttugu mörk á tímabilinu en það er í fyrsta sinn síðan 2011 sem tveir leikmenn Manchester-liðsins fara yfir tuttugu mörk á tímabili.

United hefur verið á fljúgandi siglingu að undanförnu en þeir eru í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Chelsea.

United hefur unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og skorað tólf mörk. Liðið spilar næst gegn Aston Villa á fimmtudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.