Enski boltinn

Ras­h­­ford og Marti­al þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan ára­tug

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford og Martial fagna marki.
Rashford og Martial fagna marki. vísir/getty

Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag.

Mason Greenwood gerði tvö mörk og þeir Anthony Martial, Marcus Rashford og Bruno Fernandes gerðu sitt hvort markið.

Rashford og Martial eru því báðir komnir með yfir tuttugu mörk á tímabilinu en það er í fyrsta sinn síðan 2011 sem tveir leikmenn Manchester-liðsins fara yfir tuttugu mörk á tímabili.

United hefur verið á fljúgandi siglingu að undanförnu en þeir eru í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Chelsea.

United hefur unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og skorað tólf mörk. Liðið spilar næst gegn Aston Villa á fimmtudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.