Fótbolti

Wolfs­burg fagnaði með treyju Söru og lands­liðs­fyrir­liðinn var með á FaceTime

Anton Ingi Leifsson skrifar
Treyja Söru Bjarkar á lofti í gær.
Treyja Söru Bjarkar á lofti í gær. vísir/getty

Wolfsburg varð í gær þýskur bikarmeistari kvenna er liðið vann sigur á SGS Essen eftir vítaspyrnukeppni.

Essen komst yfir strax á 1. mínútu en Pernille Harder jafnaði metin tíu mínútum síðar.

Aftur komst Essen yfir en með tveimur mörkum í síðari hálfleik náði Wolfsburg að snúa taflinu sér í hag.

Það var komið fram í uppbótartíma er Essen jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar mark var ekkert skorað og vítaspyrnukeppni staðreynd.

Essen klúðraði tveimur spyrnum en Wolfsburg einungis einni og því Wolfsburg tvöfaldur meistari í Þýskalandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki með Wolfsburg í leiknum en samningur hennar við félagið rann út um mánaðamótin.

Hún skrifaði í vikunni undir samning við Lyon en hún fylgdist þó vel með bikarafhendingunni í gær þar sem hún var á FaceTime.

Sara greindi frá því á Instagram-síðu sinni en Pernille Harder var einnig með treyju Söru á lofti í bikarafhendingunni.


Tengdar fréttir

Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“

„Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.