Erlent

Flóð talin hafa kostað fimmtán lífið í Japan

Andri Eysteinsson skrifar
Frá leitaraðgerðum á Kyushu.
Frá leitaraðgerðum á Kyushu. EPA/Kimimasa Mayama

Óttast er að fimmtán séu látnir á japönsku eyjunni Kyushu eftir miklar rigningar og flóð sem valdið hafa aurskriðum og miklu tjóni.

Fjórtán eru látnir á hjúkrunarheimili á eyjunni og talið er að einn hafi orðið fyrir aurskriðu. Níu annarra er saknað.

Japönsk yfirvöld hafa skipað yfir 200.000 íbúum Kyushu að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna en áin Kuma hefur flætt vel yfir bakka sína.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur sent herlið, skipað tíu þúsund hermönnum á svæðið til að sinna björgunarstörfum vegna flóðanna.

Enn er búist við áframhaldandi rigningu og segja yfirvöld að fólk þurfi enn að vera á varðbergi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×