Íslenski boltinn

Lengjudeild karla: Leiknisliðin með útisigra og Framarar á toppinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Leiknir R. gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld.
Leiknir R. gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld. mynd/leiknir

Þrír leikir voru að klárast í Lengjudeild karla í fótbolta.

Leiknir Reykjavík varð fyrsta liðið til að sigra Keflavík í deildinni í sumar. Keflvíkingar komust yfir með sjálfsmarki frá Degi Austmann í fyrri hálfleik. Máni Austmann Hilmarsson jafnaði metin fyrir Leikni á 55. mínútu og fimm mínútum síðar kom Daníel Finns Matthíasson Leikni yfir með glæsimarki, hann lét vaða af 25 metra færi og boltinn söng í samskeytunum. Lokatölur í Keflavík 1-2 fyrir Leikni sem fara upp fyrir Keflvíkinga að stigum með sigrinum.

Í Safamýrinni tók Fram á móti Aftureldingu. Fram var með fullt hús stiga fyrir leik en Afturelding var án stiga. Það varð engin breyting þar á þegar flautað var til leiksloka í Safamýrinni, Framarar unnu 1-0 sigur en sigurmarkið skoraði Albert Hafsteinsson á 56. mínútu. Framarar deila nú toppsætinu með ÍBV en bæði lið eru með fullt hús stiga og markatöluna 6:1.

Leiknir frá Fáskrúðsfirði tryggði sér sín fyrstu þrjú stig í sumar með góðum sigri á Magna í Grenivík. Arkadiusz Jan Grzelak gerði bæði mörk Leiknis, það fyrra úr vítaspyrnu. Magni situr eftir á botni deildarinnar án stiga ásamt Þrótti og Aftureldingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.