Íslenski boltinn

Lengjudeild karla: Leiknisliðin með útisigra og Framarar á toppinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Leiknir R. gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld.
Leiknir R. gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld. mynd/leiknir

Þrír leikir voru að klárast í Lengjudeild karla í fótbolta.

Leiknir Reykjavík varð fyrsta liðið til að sigra Keflavík í deildinni í sumar. Keflvíkingar komust yfir með sjálfsmarki frá Degi Austmann í fyrri hálfleik. Máni Austmann Hilmarsson jafnaði metin fyrir Leikni á 55. mínútu og fimm mínútum síðar kom Daníel Finns Matthíasson Leikni yfir með glæsimarki, hann lét vaða af 25 metra færi og boltinn söng í samskeytunum. Lokatölur í Keflavík 1-2 fyrir Leikni sem fara upp fyrir Keflvíkinga að stigum með sigrinum.

Í Safamýrinni tók Fram á móti Aftureldingu. Fram var með fullt hús stiga fyrir leik en Afturelding var án stiga. Það varð engin breyting þar á þegar flautað var til leiksloka í Safamýrinni, Framarar unnu 1-0 sigur en sigurmarkið skoraði Albert Hafsteinsson á 56. mínútu. Framarar deila nú toppsætinu með ÍBV en bæði lið eru með fullt hús stiga og markatöluna 6:1.

Leiknir frá Fáskrúðsfirði tryggði sér sín fyrstu þrjú stig í sumar með góðum sigri á Magna í Grenivík. Arkadiusz Jan Grzelak gerði bæði mörk Leiknis, það fyrra úr vítaspyrnu. Magni situr eftir á botni deildarinnar án stiga ásamt Þrótti og Aftureldingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.