Innlent

Besta helgarveðrið fyrir norðan og í borginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Borgarbúar hafa notið blíðunnar í Nauthólsvík síðustu daga.
Borgarbúar hafa notið blíðunnar í Nauthólsvík síðustu daga. vísir/vilhelm

Fólk sem á leið um innsveitir Norðurlands í dag má búast við allt að 20 stiga hita á þeim slóðum. Hitinn annars staðar á landinu verður á bilinu 10 til 18 stig, helgarveðrið verður hvað best á norðanverðu landinu framanaf en búast má við brakandi blíðu á suðvesturhorninu á sunnudag.

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt í dag en austanstrekkingi með suðurströndinni. Þá verði skýjað með köflum sunnan- og vestanlands, stöku skúrir á þeim slóðum og hiti 10 til 16 stig.

Þá verði að mestu skýjað og sums staðar þokubakkar austantil á landinu og hiti 7 til 12 stig, en léttskýjað á Norðurlandi og hiti að 20 stigum í innsveitum sem fyrr segir.

Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun, laugardag. Þó muni að líkindum kólna lítillega með suðurströndinni seinni partinn. Norðaustanátt á sunnudag og léttir til um sunnan- og vestanlands með 12 til 17 stig hita, en skýjað um landið norðaustanvert og hiti 6 til 11 stig á þeim slóðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Austlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Sums staðar súld austantil á landinu, bjart með köflum norðanlands og dálitlar skúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 10 til 16 stig, en svalara með austurströndinni.

Á sunnudag:

Norðaustan 5-10 en 10-15 með austurströndinni. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, en sums staðar dálitlar skúrir síðdegis. Hiti 12 til 17 stig. Skýjað um landið norðaustanvert með hita 6 til 11 stig.

Á mánudag:

Norðvestan 5-10 og lítlsháttar væta á Norður- og Austurlandi með hita 6 til 11 stig. Bjartviðri sunnan heiða og úrkomulítið, og hiti að 18 stigum yfir daginn.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir hæga breytilega átt. Skýjað með köflum og líkur á skúrum í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.