Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. júlí 2020 17:31 Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13
Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30