Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 15:30 Landsliðstreyjan. mynd/ksí Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. Our new national team crest. pic.twitter.com/6Bk17WeO5u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2020 Þekktir fjölmiðlamenn hafa hrósað Knattspyrnusambandi Íslands fyrir vinnubrögðin; segja þau til fyrirmyndar og að nýtt viðmið hafi verið sett í hvernig á að standa að kynningu nýrra búninga og merkja. „Þetta er besta hönnun sem ég hef séð í áraraðir,“ segir vinsæll grafískur hönnuður á Twitter-síðu sinni. Hrós frá Henry Henry Winter er yfir knattspyrnuskrifum á vefsíðu Times og er með 1,2 milljónir fylgjenda á Twitter. Hann deildi myndbandinu frá síðu KSÍ og sagði að Íslendingar hefðu sett nýtt viðmið í að kynna nýtt merki. And here s Iceland raising the bar for new crest announcements https://t.co/tLoNu8nFAA— Henry Winter (@henrywinter) July 2, 2020 Fjölmiðlakonan Elaine Buckley starfar fyrir írska ríkisútvarpið. Hún er einnig heilluð af framsetningu myndbandsins, segir að Ísland hafi tekið knattspyrnuheiminn í kennslustund. Iceland serving the football world with a lesson in how to do a reveal. pic.twitter.com/z4tsftgyux— Elaine Buckley (@ElaineBucko) July 2, 2020 Grafíski hönnuðurinn David Rudnick hefur heldur ekki farið leynt með aðdáun sína á nýja merkinu, myndbandinu og öllum sem tengist hinni nýju ásýnd landsliðanna. the new Iceland national football crest is the best new bit of design i've seen in years. Absolutely raw pic.twitter.com/SokVacaupx— (@David_Rudnick) July 1, 2020 Á Twitter-síðum sem tileinkaðar eru knattspyrnunni fær KSÍ einnig lof. Á Football Kit Geek er búningurinn sagður magnaður og á síðunni Photos of Football er myndbandinu lýst sem epísku og því haldið til haga að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hafi leikstýrt því. The new Iceland kit is great and I think that new badge might be my go to doodle from now on, fantastic!! pic.twitter.com/7xz7Zxa1CQ— Football Kit Geek (@kit_geek) July 1, 2020 Sports Illustrated fjallar um Hannes Bandaríski íþróttamiðillinn Sports Illustrated var stofnaður 1954 og þarf vart að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Blaðamaður SI fjallar um Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og markmann, í grein sem birtist á miðlinum í gær. Þar er eitt helsta afrek Hannesar á knattspyrnuvellinum rifjað upp, þegar hann varði víti á HM frá sjálfum Lionel Messi. Í frétt SI segir að myndbandið minni frekar á Game of Thrones en efni sem knattspyrnusambönd senda frá sér. Erlendir aðdáendur Íslands Viðbrögðin á Twitter-síðu KSÍ eru mjög svo jákvæð, en nánast allir sem tjá sig þar eiga vart til orð yfir hversu glæsilegt myndbandið er. „Fyrst þetta frábæra Eurovision-lag, svo Eurovision kvikmyndin og nú þetta. 2020 er ár Íslands. Vissulega er samkeppnin ekki mikil, en sigur er sigur,“ segir einn Twitter-notandi. „Ég ætlaði einmitt að spyrja hvað það væri við Ísland þetta árið. Undanfarin tvö ár hefur Ísland verið vinsæll áfangastaður ferðamanna, en í ár hefur það verið alls staðar,“ segir annar. First that brilliant Eurovision song, then the Eurovision movie and now this. 2020 is Iceland's year. Not a lot of competition, but a win is a win.— divided-attention (@dividedattenti2) July 1, 2020 Meðal þeirra sem tjá sig á Twitter-síðu KSÍ er stjórnarformaður skoska knattspyrnufélagsins Motherwell, Alan Burrows. Hann er mjög hrifinn af öllu sem tengist myndbandinu og merkinu og hrósar KSÍ fyrir að fanga sögu landsins í merkinu. Að hann tjái sig er skemmtilegt, en víkingaklappið margfræga kemur frá stuðningsmönnum Motherwell. Félagið mætti Stjörnunni í undankeppni Evrópudeildarinnar 2014. Silfurskeiðin, hin öfluga stuðningssveit Stjörnunnar, heyrði þá stuðningsmenn Motherwell hvetja lið sitt með þessum hætti. Stjörnumenn fengu stuðningssönginn að láni og þýddu hann. Skömmu síðar var hann notaður á landsleikjum Íslands og á EM 2016 kynntist heimurinn þessu samræmda klappi sem kennt hefur verið við víkinga. Þessa sögu virðast stuðningsmenn Motherwell þekkja vel því einn þeirra skrifaði í gær við færslu Burrows: „Við getum alltaf verið stolt af því að hafa gefið þeim klappið.“ I absolutely love this. Forging your stories and legends into a symbol (which is brilliant) about what defines your nation and the character of its people. Superb! — Alan Burrows (@Alan_Burrows) July 2, 2020 KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. Our new national team crest. pic.twitter.com/6Bk17WeO5u— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 1, 2020 Þekktir fjölmiðlamenn hafa hrósað Knattspyrnusambandi Íslands fyrir vinnubrögðin; segja þau til fyrirmyndar og að nýtt viðmið hafi verið sett í hvernig á að standa að kynningu nýrra búninga og merkja. „Þetta er besta hönnun sem ég hef séð í áraraðir,“ segir vinsæll grafískur hönnuður á Twitter-síðu sinni. Hrós frá Henry Henry Winter er yfir knattspyrnuskrifum á vefsíðu Times og er með 1,2 milljónir fylgjenda á Twitter. Hann deildi myndbandinu frá síðu KSÍ og sagði að Íslendingar hefðu sett nýtt viðmið í að kynna nýtt merki. And here s Iceland raising the bar for new crest announcements https://t.co/tLoNu8nFAA— Henry Winter (@henrywinter) July 2, 2020 Fjölmiðlakonan Elaine Buckley starfar fyrir írska ríkisútvarpið. Hún er einnig heilluð af framsetningu myndbandsins, segir að Ísland hafi tekið knattspyrnuheiminn í kennslustund. Iceland serving the football world with a lesson in how to do a reveal. pic.twitter.com/z4tsftgyux— Elaine Buckley (@ElaineBucko) July 2, 2020 Grafíski hönnuðurinn David Rudnick hefur heldur ekki farið leynt með aðdáun sína á nýja merkinu, myndbandinu og öllum sem tengist hinni nýju ásýnd landsliðanna. the new Iceland national football crest is the best new bit of design i've seen in years. Absolutely raw pic.twitter.com/SokVacaupx— (@David_Rudnick) July 1, 2020 Á Twitter-síðum sem tileinkaðar eru knattspyrnunni fær KSÍ einnig lof. Á Football Kit Geek er búningurinn sagður magnaður og á síðunni Photos of Football er myndbandinu lýst sem epísku og því haldið til haga að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hafi leikstýrt því. The new Iceland kit is great and I think that new badge might be my go to doodle from now on, fantastic!! pic.twitter.com/7xz7Zxa1CQ— Football Kit Geek (@kit_geek) July 1, 2020 Sports Illustrated fjallar um Hannes Bandaríski íþróttamiðillinn Sports Illustrated var stofnaður 1954 og þarf vart að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Blaðamaður SI fjallar um Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og markmann, í grein sem birtist á miðlinum í gær. Þar er eitt helsta afrek Hannesar á knattspyrnuvellinum rifjað upp, þegar hann varði víti á HM frá sjálfum Lionel Messi. Í frétt SI segir að myndbandið minni frekar á Game of Thrones en efni sem knattspyrnusambönd senda frá sér. Erlendir aðdáendur Íslands Viðbrögðin á Twitter-síðu KSÍ eru mjög svo jákvæð, en nánast allir sem tjá sig þar eiga vart til orð yfir hversu glæsilegt myndbandið er. „Fyrst þetta frábæra Eurovision-lag, svo Eurovision kvikmyndin og nú þetta. 2020 er ár Íslands. Vissulega er samkeppnin ekki mikil, en sigur er sigur,“ segir einn Twitter-notandi. „Ég ætlaði einmitt að spyrja hvað það væri við Ísland þetta árið. Undanfarin tvö ár hefur Ísland verið vinsæll áfangastaður ferðamanna, en í ár hefur það verið alls staðar,“ segir annar. First that brilliant Eurovision song, then the Eurovision movie and now this. 2020 is Iceland's year. Not a lot of competition, but a win is a win.— divided-attention (@dividedattenti2) July 1, 2020 Meðal þeirra sem tjá sig á Twitter-síðu KSÍ er stjórnarformaður skoska knattspyrnufélagsins Motherwell, Alan Burrows. Hann er mjög hrifinn af öllu sem tengist myndbandinu og merkinu og hrósar KSÍ fyrir að fanga sögu landsins í merkinu. Að hann tjái sig er skemmtilegt, en víkingaklappið margfræga kemur frá stuðningsmönnum Motherwell. Félagið mætti Stjörnunni í undankeppni Evrópudeildarinnar 2014. Silfurskeiðin, hin öfluga stuðningssveit Stjörnunnar, heyrði þá stuðningsmenn Motherwell hvetja lið sitt með þessum hætti. Stjörnumenn fengu stuðningssönginn að láni og þýddu hann. Skömmu síðar var hann notaður á landsleikjum Íslands og á EM 2016 kynntist heimurinn þessu samræmda klappi sem kennt hefur verið við víkinga. Þessa sögu virðast stuðningsmenn Motherwell þekkja vel því einn þeirra skrifaði í gær við færslu Burrows: „Við getum alltaf verið stolt af því að hafa gefið þeim klappið.“ I absolutely love this. Forging your stories and legends into a symbol (which is brilliant) about what defines your nation and the character of its people. Superb! — Alan Burrows (@Alan_Burrows) July 2, 2020
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05
Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10