Erlent

Yfir­völd í Jemen í sókn gegn Hútum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Yfirvöld í Jemen herja á uppreisnarsveitir Húta.
Yfirvöld í Jemen herja á uppreisnarsveitir Húta. EPA-EFE/YAHYA ARHAB

Yfirvöld í Jemen, undir forystu Sádi-Araba, hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Þetta gera þeir í kjölfar þess að Hútar hófu loftárásahrinu á Sádi-Arabíu. Frá þessu greindi ríkisfjölmiðill Sáda í gær.

Sjónvarpsstöðin Al Masirah, sem rekin er af Hútum í Jemen, greindi frá loftárásum á höfuðborg Sádi-Arabíu, Sanaa, héruðin Marib, al-Jouf, al-Bayda, Hajjah og Saada í gær og í nótt. Íbúar í Sanaa segja árásirnar hafa verið mjög slæmar. Þá greindi Al Masirah frá því að fjöldi fólks hafi særst í árásinni.

Yfirvöld í Jemen, sem hljóta stuðning Vesturveldanna, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hafa tekist hart á við Húta, sem njóta stuðnings Íran, í rúm fimm ár. Ríkisstjórn Jemen greindi frá því fyrr í gær að haldinn yrði blaðamannafundur til að kynna gagnárásir gegn Hútum.


Tengdar fréttir

Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés

Yfir sextíu kvenréttindafélög og -samtök í ýmsum Arabaríkjum taka undir ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.