Erlent

Um hundrað látnir eftir aur­skriðu við námu í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala.
Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala. Myanmar Fire Services Department

Að minnsta kosti 96 hafa fundist látnir eftir að aurskriða varð við jaðanámu í Mjanmar í nótt. Fjölmargra er enn saknað og er áætlað að um tvö hundruð manns séu fastir í námunni vegna skriðunnar.

Námuna er að finna í Hpakan í Kachin-héraði í norðurhluta landsins. Erlendir fjölmiðlar segja aurskriðan hafi hrifsað með sér marga þá sem leituðu steina á jaðri námunnar.

„Bylgja leðju jarðaði þá,“ segir slökkvilið á staðnum, en skriðan kom um átta að morgni að staðartíma.

Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala. BBC segir frá því að hundruð þúsunda koma jafnan að námunum til að leita verðmætra steina í nánd við námurnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.