Erlent

Um hundrað látnir eftir aur­skriðu við námu í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala.
Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala. Myanmar Fire Services Department

Að minnsta kosti 96 hafa fundist látnir eftir að aurskriða varð við jaðanámu í Mjanmar í nótt. Fjölmargra er enn saknað og er áætlað að um tvö hundruð manns séu fastir í námunni vegna skriðunnar.

Námuna er að finna í Hpakan í Kachin-héraði í norðurhluta landsins. Erlendir fjölmiðlar segja aurskriðan hafi hrifsað með sér marga þá sem leituðu steina á jaðri námunnar.

„Bylgja leðju jarðaði þá,“ segir slökkvilið á staðnum, en skriðan kom um átta að morgni að staðartíma.

Stærstu jaðanámur heims er að finna í Mjanmar og nema árlegar tekjur af þeim um 31 milljarð dala. BBC segir frá því að hundruð þúsunda koma jafnan að námunum til að leita verðmætra steina í nánd við námurnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.