Fótbolti

Rooney tryggði Derby dýrmæt þrjú stig í umspilsbaráttunni

Ísak Hallmundarson skrifar
Spyrnan frá Rooney áðan sem endaði í bláhorninu. Derby County eru komnir í góða stöðu.
Spyrnan frá Rooney áðan sem endaði í bláhorninu. Derby County eru komnir í góða stöðu. getty/ Alex Livesey

Derby County vann sinn fimmta leik í röð í ensku B-deildinni þegar liðið heimsótti Preston North End í leik sem hófst kl. 16:00 í dag.

Það var enginn annar en Manchester United goðsögnin Wayne Rooney, næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, sem gerði eina mark leiksins. 

Markið skoraði Rooney beint úr aukaspyrnu á 18. mínútu, fullkomnlega óverjandi spyrna sem endaði vinstra megin í fjærhorninu. Þetta var fyrsta mark Rooney gegn Preston á ferlinum og hefur hann nú skorað gegn 38 liðum af 46 sem hann hefur spilað við í deildarkeppni á Englandi.

Stigin þrjú eru dýrmæt fyrir Derby í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni, en með sigrinum fór Derby upp í 7. sæti, stigi á eftir Cardiff í 6. sætinu sem veitir þátttökurétt í umspilinu um úrvalsdeildarsæti. Það væri magnaður árangur hjá Derby að enda í umspilssæti þar sem liðið var lengi vel í neðri hluta deildarinnar á tímabilinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×