Íslenski boltinn

Svona er einkennistónlist íslensku fótboltalandsliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingaklappið er áberandi í nýrri einkennistónlist íslensku landsliðanna.
Víkingaklappið er áberandi í nýrri einkennistónlist íslensku landsliðanna. vísir/vilhelm

KSÍ kynnti í dag nýjan landsliðsbúning og nýtt landsliðsmerki. Ekki nóg með það heldur var nýr hljóðheimur landsliðanna einnig frumfluttur í dag.

Markmiðið með einkennistónlist landsliðanna er að skapa baráttuhughrif og er henni ætlað að gera upplifunina að horfa á landsleiki Íslands einstaka.

Hrynjandi einkennislagsins vísar til víkingaklappsins heimsþekkta. Einnig má greina áhrifahljóð úr íslenskri náttúru; veðurgný og náttúruumbrot.

Tónlistina samdi Pétur Jónsson. Hlusta má á hana hér fyrir neðan.

Klippa: Hljóðheimur íslensku landsliðanna

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.