Íslenski boltinn

KR fær varnarmann frá Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR fær varnarmann frá Ástralíu í þeirri von um að lagfæra varnarleik liðsins.
KR fær varnarmann frá Ástralíu í þeirri von um að lagfæra varnarleik liðsins. Vísir/HAG

Angela Beard mun leika með KR í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hin 22 ára gamla Beard hefur leikið með Melbourne Victory í Ástralíu síðustu þrjú tímabil en liðið leikur í efstu deild þar í landi.

Alls hefur Beard leikið 66 leiki í efstu deild í Ástralíu en hún lék með Brisbane Roar áður en hún gekk í raðir Melbourne. Leikmaðurinn verður seint talinn mikinn markaskorari en hún hefur einu sinni á ferlinum komið knettinum í net andstæðinganna.

KR hefur byrjað mótið einkar illa og er á botni Pepsi Max deildarinnar. Er liðið án stiga og  með markatöluna 1-12. Ljóst er að Beard á að reyna fylla upp í götin varnarlega á meðan aðrir leikmenn þurfa að stíga upp sóknarlega.

Sem stendur er stór hluti leikmannahóps liðsins í sóttkví og mun liðið ekki leika að nýju fyrr en það mætir Stjörnunni í Garðabæ þann 14. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.