Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:13 Abiy Ahmed, forsætisráðherra, kallaði morðið á Hundessa „harmleik“ og hét því að draga þá seku til ábyrgðar. Vísir/EPA Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum. Eþíópía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum.
Eþíópía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira