Innlent

Kvarta yfir niður­greiddum sumar­nám­skeiðum við ESA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm

Félag atvinnurekenda hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, formlega kvörtun vegna niðurgreiðslu stjórnvalda á sumarnámskeiðum í háskólum. Félagið telur útfærsluna bitna illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja.

Félagið sendi menntamálaráðherra erindi í síðustu viku þar sem útfærslan var gagnrýnd en stjórnvöld ákváðu að styðja málaflokkinn um 500 milljónir króna. Skráningu í sumarnám háskólanna hefur í kjölfarið fjölgað og nú hafa 5.100 nemendur skráð sig í sumarnám í háskólnum. Aðgerðum er ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveiru.

Í frétt á vef FA segir að komið hafi í ljós að drjúgur hluti fjárveitingarinnar renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að „námskeið, sem eru utan verksviðs háskólanna eins og það er skilgreint í lögum, eru niðurgreidd um tugi þúsunda króna.“

„Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.