Fótbolti

Hangið heima með Í­sak Berg­manni: „Akra­nes er besti staður í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann í viðtalinu.
Ísak Bergmann í viðtalinu. mynd/twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Skagamaðurinn gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik er Norrköping vann 4-2 sigur á Östersunds en hann er einungis sautján ára gamall.

Sendingarhlutfall heppnaðra sendinga hans var tæplega 93% og því ákváðu fjölmiðlamenn Norrköping að kíkja í heimsókn til Ísaks.

Ísak er greinilega búinn að ná góðum tökum á sænskunni en hann talaði bara sænsku í viðtalinu. Ísak talaði m.a. um Akranes, sinn uppeldisstað.

Hinn nígeríski Ishaq Abdulrazak var einnig í myndbandinu en þeir félagar virðast búa saman. Ishaq lagði einnig upp í sigrinum gegn Östersunds um helgina en hann er átján ára gamall.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.