Fótbolti

Hangið heima með Í­sak Berg­manni: „Akra­nes er besti staður í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann í viðtalinu.
Ísak Bergmann í viðtalinu. mynd/twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Skagamaðurinn gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik er Norrköping vann 4-2 sigur á Östersunds en hann er einungis sautján ára gamall.

Sendingarhlutfall heppnaðra sendinga hans var tæplega 93% og því ákváðu fjölmiðlamenn Norrköping að kíkja í heimsókn til Ísaks.

Ísak er greinilega búinn að ná góðum tökum á sænskunni en hann talaði bara sænsku í viðtalinu. Ísak talaði m.a. um Akranes, sinn uppeldisstað.

Hinn nígeríski Ishaq Abdulrazak var einnig í myndbandinu en þeir félagar virðast búa saman. Ishaq lagði einnig upp í sigrinum gegn Östersunds um helgina en hann er átján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×