Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 11:00 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Með henni verður tæpum 633 milljörðum króna varið í málaflokkinn á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði. Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði.
Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira