Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira