Innlent

Yfir 20 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður hlýjast á suðvesturhluta landsins í dag, líkt og sést á hitaspá Veðurstofunnar fyrir daginn. Svona er spáin klukkan 16 í dag.
Það verður hlýjast á suðvesturhluta landsins í dag, líkt og sést á hitaspá Veðurstofunnar fyrir daginn. Svona er spáin klukkan 16 í dag. Vísir/getty

Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt í dag en þó dálítil rigning eða skúrir og svalt á Norðaustur- og Austurlandi. Þá verður nokkuð hvasst um landið norðvestanvert og einnig suðaustanlands.

Hlýjast verður suðvestanlands í dag og búast má við að hiti fari yfir 20 stig í höfuðborginni síðdegis, einkum í efri byggðum. Þá má gera ráð fyrir að á stórum svæðum í uppsveitum Árnessýslu, Borgarfirði og á Mýrum verði allt að 22 stiga hiti.

Öllu kaldara er þó á Norðausturlandi, þar sem gætti mikilla hlýinda í gær. Hiti á svæðinu verður víðast hvar undir tíu gráðum í dag.

Hlýindin á suðvesturhluta landsins vara ekki lengi en á morgun kólnar nokkuð á svæðinu og verður hiti í höfuðborginni á bilinu 8-13 stig.

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, með súld eða lítilsháttar rigningu suðvestanlands en yfirleitt léttskýjað á Norðurlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðvestantil á landinu. Á miðvikudag er svo útlit fyrir fremur hæga norðanátt með björtu veðri, en stöku skúrir sunnanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart veður N-lands, annars skýjað og súld eða dálítil rigning SV-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á N- og V-landi.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðan 3-8 og víða léttskýjað, en skýjað við NA-ströndina og stöku skúrir á S-landi. Hiti frá 7 stigum á annesjum NA-lands, upp í 17 stig S- og V-lands.

Á föstudag:

Norðaustanátt og bjart með köflum V-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 6 til 15 stig, mildast á SV-landi.

Á laugardag:

Norðlæg átt, stöku skúrir og heldur kólnandi.

Á sunnudag:

Breytileg átt, skýjað með köflum og milt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.