Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 07:12 Íbúar í Dallas í Texas bíða eftir því að komast í skimun fyrir kórónuveirunni. Vísir/getty Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47
Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21