Innlent

Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti

Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að von sé á fleiri niðurstöðum í dag.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að von sé á fleiri niðurstöðum í dag. Vísir/Vilhelm

Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. Ekki hefur þó verið rætt við alla beint. Um 300 manns hafa verið send í sóttkví og voru 180 sýni úr hópnum rannsökuð í gær. Ekkert þeirra sýndi fram á smit.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að von sé á fleiri niðurstöðum í dag.

Þar að auki segir hann íslenska erfðagreiningu standa fyrir almennri skimun fyrir veirunni þar sem ákveðnir hópar eru kallaðir til. Meðal annars er um íþróttafólk að ræða.

„Sjáum hvernig það gengur. Það er mikil vinna í gangi í kringum þetta. Að reyna að ná utan um þetta með þéttum tökum,“ segir Víðir.

Almannavarnir sendur frá sér tilkynningu í gær þar sem ítrekað var að þeir sem fái boð um að fara í sóttkví hlíti því undanbragðalaust. Íslendingar sem eru að koma að utan eru sérstaklega hvattir til að gæta að sóttvörnum og jafnvel þó próf á landamærunum hafi verið neikvætt.

Auk leikmanna Breiðabliks og Stjörnunnar hefur starfsmaður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins einnig greinst með veiruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×