Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 17:53 Donald Trump eyddi tístinu eftir að Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, gagnrýndi hann fyrir endurtístið. Drew Angerer/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann. Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann.
Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01