Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 13:51 Um þrjú hundruð manns gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. Vísir/Nadine Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08