Innlent

Lögðu blóm að Bræðra­borgar­stíg 1

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um þrjú hundruð manns gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum.
Um þrjú hundruð manns gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. Vísir/Nadine

Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu.

Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit.

Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands.

Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust.

Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine
Mótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Vísir/Einar
„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/Einar
Slökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/Einar
Slökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/Einar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×