Innlent

Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum

Sylvía Hall skrifar
Blóm hafa verið lögð við húsið.
Blóm hafa verið lögð við húsið. Vísir/Einar

Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1 til minningar um þá sem létust í brunanum á fimmtudag. Þrír létust í brunanum og fjórir voru fluttir á slysadeild.

Tveir liggja enn á sjúkrahúsi, þarf af einn á gjörgæslu. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan þeirra.

Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú á fimmtudag. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik.

Vísir/Einar
Vísir/Einar

Tengdar fréttir

Enginn slökkvi­bílanna var full­mannaður

Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum.

Sól­veig Anna gagn­rýnir Liver­pool-mynd Katrínar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir bruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×