Innlent

Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag. Vísir/Nadine

Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. Þá segir í lýsingu viðburðarins á Facebook að það eigi sérstaklega við verkafólk af erlendum uppruna, sem sæti miklu ójafnrétti hér á landi. Lögreglan áætlar að um þrjú hundruð manns sé á mótmælunum.

Viðburðurinn var stofnaður í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg á fimmtudag, þar sem þrír einstaklingar létu lífið. Flestir íbúar hússins voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit og sagði pólski ræðismaðurinn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að líklegt sé að þeir sem létust séu allir pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri.

„Við vonumst til að geta varpað ljósi á aðstæður á húsnæðismarkaði á Íslandi, sem eru ekki fólki bjóðandi, lýst yfir vanþóknun okkar á því hve ófagmannleg stéttafélögin hafa verið og hve erlent verkafólk hefur verið jaðarsett í íslensku samfélagi,“ segir í lýsingu viðburðarins.

Slökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Slökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/Einar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/Einar
„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/Einar
Frá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Vísir/Einar
Mótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/Einar
Það er fjölmennt á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine
Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/Nadine

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×