Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 13:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira