Enski boltinn

„Ég er góður í stærð­­fræði en get ekki svarað þessari spurningu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og De Gea á góðri stundu.
Solskjær og De Gea á góðri stundu. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skellti upp úr er hann var spurður út í það í viðtali á dögunum hvort að hann myndi sækja einhvern leikmann frá Dortmund í sumar.

United hefur verið reglulega orðað við vængmanninn Jadon Sancho og er talið miklar líkur að hann komi til félagsins í sumar. Spurningin kom því ekki mikið á óvart.

„Ég er góður í stærðfræði en ég get ekki svarað þessari spurningu. Það eru margir góðir fótboltamenn í mörgum liðum,“ svaraði Norðmaðurinn spurningunni.

„Ef einhver er fyrir framan okkur og er að öskra sem er hægt að fá, bæði fjárhagslega og íþróttalega, þá veit ég að við munum reyna en ég get ekki lofað neinu,“ bætti Solskjær við.

Solskjær segir að hann og eigendurnir hafi verið í góðum samskiptum frá því að hann kom til félagsins.

„Við höfum átt gott samtal allan tímann og við höfum haft plan síðan ég skrifaði undir í mars,“ en hann segir einnig að það séu mörg spurningarmerki hvað varðar fjárhaginn.

„Þrír mánuðir af útgöngubanni og við vitum ekki hversu lengi við spilum fyrir framan tómum áhorfendapöllum og ef að við spilum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.“

„Það eru margir þættir sem spila inn í það hvað við getum gert þegar tímabilinu lýkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×