10 ára harmoníkusnillingur á bænum Riddaragarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2020 21:37 Víkingur 10 ára með harmoníkuna sína, sem hann er duglegur að æfa sig og læra á. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þrátt fyrir Víkingur Árnason í Ásahreppi í Rangárvallasýslu sé ekki nema tíu ára gamall þá finnst honum ekkert eins gaman og að spila á harmonikkuna sína. Gæðastundirnar eru þó þegar afi hans, sem er 82 ára spilar með honum valsa og polka. Það er gaman að koma í Riddaragarð í Ásahreppi og hitta Víking og fjölskylduna hans. Systir hans, sem heitir Thelma Lind æfir frjálsíþróttir og hefur gaman af því leika sér með köttinn Gretti á bænum. Áhugamál Víkings liggja hins vegar í tónlist og harmoníkuspili en hann er orðinn ansi góður að spila sé tekið tillit til þess að hann er ekki nema 10 ára. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á harmoníkuleik? „Þegar ég var sjö ára þá fannst mér þetta svo skemmtilegt og líka núna, þá vildi ég bara prófa.“ Grétar Geirsson bóndi á Áshóli í Ásahreppi, afi Víkings er þekktur harmoníkuleikari í Rangárvallasýslu og víðar. Hann hefur hvatt Víking áfram og kennt honum líka á nikkuna. Afinn er stoltur af stráknum. Víkingur og Grétar afi hans gera töluvert af því að spila saman og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Hann er þræl músíkalskur og notar bæði eyrað og nótur sitt á hvað. Ég vona að hann haldi áfram að læra og æfa sig, hann er kominn á gott skrið núna, farinn að hafa áhuga á þessu aftur,“ segir Grétar um leið og hann hvetur börn og unglinga til að læra á harmoníku enda sé hljóðfærið mjög skemmtilegt. Tíu börn voru t.d. að læra á hljóðfærið í Tónlistarskóla Rangæinga í vetur. Ásahreppur Tónlist Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þrátt fyrir Víkingur Árnason í Ásahreppi í Rangárvallasýslu sé ekki nema tíu ára gamall þá finnst honum ekkert eins gaman og að spila á harmonikkuna sína. Gæðastundirnar eru þó þegar afi hans, sem er 82 ára spilar með honum valsa og polka. Það er gaman að koma í Riddaragarð í Ásahreppi og hitta Víking og fjölskylduna hans. Systir hans, sem heitir Thelma Lind æfir frjálsíþróttir og hefur gaman af því leika sér með köttinn Gretti á bænum. Áhugamál Víkings liggja hins vegar í tónlist og harmoníkuspili en hann er orðinn ansi góður að spila sé tekið tillit til þess að hann er ekki nema 10 ára. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á harmoníkuleik? „Þegar ég var sjö ára þá fannst mér þetta svo skemmtilegt og líka núna, þá vildi ég bara prófa.“ Grétar Geirsson bóndi á Áshóli í Ásahreppi, afi Víkings er þekktur harmoníkuleikari í Rangárvallasýslu og víðar. Hann hefur hvatt Víking áfram og kennt honum líka á nikkuna. Afinn er stoltur af stráknum. Víkingur og Grétar afi hans gera töluvert af því að spila saman og finnst það alltaf jafn skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Hann er þræl músíkalskur og notar bæði eyrað og nótur sitt á hvað. Ég vona að hann haldi áfram að læra og æfa sig, hann er kominn á gott skrið núna, farinn að hafa áhuga á þessu aftur,“ segir Grétar um leið og hann hvetur börn og unglinga til að læra á harmoníku enda sé hljóðfærið mjög skemmtilegt. Tíu börn voru t.d. að læra á hljóðfærið í Tónlistarskóla Rangæinga í vetur.
Ásahreppur Tónlist Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira