Íslenski boltinn

Björg­ólfur fór illa með Rasmus: „Þetta er bara víti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar og Þorkell Máni voru léttir í gær.
Hjörvar og Þorkell Máni voru léttir í gær. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, hafði ansi gaman að frammistöðu reynsluboltanna í liði SR gegn Vals í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í vikunni. Valsmenn unnu 3-0 sigur og eru komnir í 16-liða úrslitin.

SR, sem leikur í 4. deild er með reynslumikla leikmenn eins og Björgólf Takefusa, Hjört Hjartarson og Jens Elvar Sævarsson innan sinna raða, en Jens spilaði sinn feril sem útileikmaður. Hann er þó í markinu hjá SR.

„Maður bjóst við meira þegar maður sá að Jens Sævarsson var í markinu. Sjáiði Hjört þarna. Hann verður 46 ára á þessu ári. Hann tekur tvo skalla á móti hafsentum Valsmanna, meðal annars þegar þeir fá vítaspyrnuna, og Bjöggi að koma sér endalaust í færi,“ sagði Hjörvar.

„Þetta var hrikalega vel gert hvernig hann fór með Rasmus. Þetta er bara víti,“ sagði Hjörvar en Henry og Þorkell Máni voru ekki svo sammála honum.

„Þetta er bara óheppni,“ sagði Hjörvar svo um vítaspyrnuna sem Sveinn Sigurður Jóhannesson varði.

Klippa: Mjólkurbikarinn - Umræða um Björgólf Takefusa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×