Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 14:47 Kjörstaður fyrir fólk í sóttkví er við Hlíðarsmára 1. Vísir/Einar Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar
Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30
Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23