Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 14:47 Kjörstaður fyrir fólk í sóttkví er við Hlíðarsmára 1. Vísir/Einar Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar
Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30
Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23