Innlent

Enn verið að leggja loka­hönd á listann

Sylvía Hall skrifar
Áslaug Arna segir vonir standa til þess að hægt verði að samþykkja endanlegan lista í byrjun næstu viku.
Áslaug Arna segir vonir standa til þess að hægt verði að samþykkja endanlegan lista í byrjun næstu viku. Vísir/Vilhelm

Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd verða á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu.

„Það er talsverð vinna eftir við að leggja lokahönd á þann lista,“ segir Áslaug en bætir við að vonir standa til þess að listinn verði samþykktur í upphafi næstu viku.

Gefið hefur verið út að ríkin innan Schengen ætli að koma sér saman um sameiginlegan lista yfir ríki sem verða velkomin til svæðisins frá og með 1. júlí. Þó geti lönd opnað fyrir færri löndum, kjósi þau að gera það, en líkur standa til að allar þjóðir á listanum verði velkomnar til Íslands að sögn Áslaugar.

„Við erum að fara að halda áfram skimunum frá öllum þeim sem löndum sem við opnum fyrir, og við hyggjumst þá opna fyrir öll þau lönd sem Schengen leggur til að megi opna fyrir. Einnig er verið að benda á að lönd geta opnað fyrir færri löndum.“


Tengdar fréttir

Ekki spenntur fyrir komu Banda­ríkja­manna

Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.