Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 15:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01
2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47