Fótbolti

Pepsi Max liðin í basli með Lengjudeildarliðin | Sjáðu öll mörkin úr Mjólkurbikarnum í gær

Ísak Hallmundarson skrifar
Kristinn Steindórsson var hetja Breiðabliks í gærkvöld.
Kristinn Steindórsson var hetja Breiðabliks í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM

Breiðablik og Víkingur Reykjavík komust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í gær. 

Breiðablik lenti í smá basli með Lengjudeildarlið Keflavíkur á Kópavogsvelli. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik eftir að Stefán Ingi Sigurðarson kom þeim yfir. Keflvíkingar náðu að snúa taflinu við og komast í 2-1 og voru yfir þegar um 10 mínútur voru eftir. 

Kristinn Steindórsson var maðurinn sem tryggði Blikum endurkomusigur en hann skoraði tvö mörk, fyrst á 81. mínútu og síðan á 86. mínútu. Góður sigur hjá Breiðablik.

Það var sannkallaður Víkingaslagur í Ólafsvík þegar Víkingur Ólafsvík tók á móti Víkingi Reykjavík. Ólsarar komust yfir rétt fyrir hálfleik og var staðan 1-0 fyrir Ólafsvík þar til í uppbótartíma. Helgi Guðjónsson jafnaði þá metin fyrir Reykvíkinga og að framlengingu lokinni var komið að vítakeppni. 

Leikar enduðu þannig að Víkingur R. tryggði sér 5-4 sigur í vítakeppni og eru þeir komnir í 16-liða úrslit eftir hetjulega baráttu Ólsara. 

Mörkin ásamt viðtölum má sjá í yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur hér fyrir neðan.

Klippa: Mjólkurbikar karla - Sportpakkinn á Vísi

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.