Sport

Dregið í 16-liða úr­slitin í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport og Vísi í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn Steindórsson skaut Breiðabliki áfram í gær.
Kristinn Steindórsson skaut Breiðabliki áfram í gær. vísir/vilhelm

32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins lauk í gærkvöldi með tveimur dramatískum leikjum. Breiðablik vann Keflavík í fimm marka leik og ríkjandi meistarar í Víkingi Reykjavík höfðu betur í Ólafsvík í vítaspyrnukeppni.

Þorkell Máni Pétursson og Hjörvar Hafliðason verða í settinu í kvöld og munu þeir ásamt Henry Birgi Gunnarssyni gera upp alla sextán leikina í 32-liða úrslitunum.

Þátturinn er oftar en ekki talinn einn sá skemmtilegasti á hverju knattspyrnusumri þar sem lið úr hinum ýmsu deildum mættu hvort öðru en ekki var einn Pepsi Max-deildarslagur í 32-liða úrslitunum. Öll tólf úrvalsdeildaliðin eru komin áfram í næstu umferð.

Umferðin verður ekki bara gerð upp heldur verður einnig dregið í 16-liða úrslitin undir lok þáttarins í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 20.00 en 16-liða úrslitin fara fram um mánaðamótin júlí/ágúst.

Liðin sem verða í pottinum: ÍBV, Fram, Valur, KR, Afturelding, Grótta, KA, HK, Þór, FH, Fjölnir, ÍA, fylkir, Stjarnan, Breiðablik, Víkingur R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×