Erlent

Þrír sagðir hafa verið stungnir til bana í Glas­gow

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í miðborg Glasgow. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Árásin átti sér stað í miðborg Glasgow. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Þrír eru sagðir hafa verið stungnir til bana á tröppum hótels í miðborg Glasgow í dag.

BBC segir frá því að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu.

Talsmaður skosku lögreglunnar staðfestir við BBC að lögreglumaður hafi verið stunginn, en árásin átti sér stað á Park Inn á West George Street.

Ennfremur segir að búið sé að ná tökum á ástandinu og að almenningi stafi ekki frekari hætta af.

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segist fylgjast með þróun mála og hvetur almenning til að halda sig fjarri vettvangi árásarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×