Fótbolti

Sjáðu markasúpuna úr ítalska boltanum í gær

Ísak Hallmundarson skrifar
Atalanta fagna marki í gær.
Atalanta fagna marki í gær. getty/Marco Rosi

Tveir magnaðir leikir fóru fram í ítölsku Seria-A deildinni í gær. 

Inter og Sassuolo gerðu 3-3 jafntefli í bráðskemmtilegum leik þar sem þrjú mörk voru skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins. Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Markasúpa hjá Inter og Sassuolo

Seinni leikurinn var ekki síðri þegar Atalanta vann endurkomusigur á Lazio. Lazio var komið 2-0 yfir eftir 11 mínútur en Atalanta minnkuðu muninn fyrir hálfleik og náðu síðan að snúa taflinu við í seinni hálfleik. 

Lokatölur 3-2 fyrir Atalanta en Lazio missti þarna af dýrmætum stigum í titilbaráttunni. Mörkin má finna í spilararnum hér fyrir neðan.

Klippa: Atalanta lagði Lazio í mögnuðum leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×