Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:22 Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“ Icelandair Kjaramál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“
Icelandair Kjaramál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent