Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:22 Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“ Icelandair Kjaramál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“
Icelandair Kjaramál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira