Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 15:39 Þórsarar hófu tímabilið í Lengjudeild karla með frábærum sigri á Grindavík en hafa þurft að svara fyrir hegðun sína utan vallar í kjölfarið. mynd/thorsport.is/Palli Jóh. Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem knattspyrnudeild Þórs sendi frá sér í dag í kjölfar fréttar Vísis um auglýsingu á árskortum fyrir stuðningsmenn, og úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Nefndin fann Þórsara seka um að skaða ímynd fótboltans og sektaði þá um 50 þúsund krónur. Hegðun Þórsara varðar við landslög og því er ekki víst að málinu sé lokið en samkvæmt Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ólíklegt að KSÍ aðhafist meira vegna málsins. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Í kjölfar fréttafluttnings v/árskorta knattspyrnudeildar Þórs (sem á bakhlið voru merkt marg umræddu veðmálafyrirtæki) skal það tekið fram að KSÍ hefur þegar verið gert kunnugt um að kortin hafi verið til staðar og að þau verði innkölluð. Úrskurður aga og úrskurðarnefndar þar sem félagið er fundið sekt um að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu er Þór afar þungbær en um leið réttmættur. Svona úrskurði ber ekki að taka léttvægt og óháð þeirri peningasekt sem félagið hlaut er það augljóslega verst að knattspyrnudeild félagsins hafi verið fundin sek um að skaða annars góða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Félagið vill eiga sinn hlut í að viðhalda, virða og auka jákvæða ímynd knattspyrnunnar hér á Íslandi og mun leitast við að haga öllum sínum vinnubrögðum á þann hátt í framtíðinni. Knattspyrnudeild Þórs hefur verið í sambandi við KSÍ varðandi hvernig best sé að leysa úr þessum stóru mistökum sem stjórn knattspyrnudeildar urðu á og taka fulla ábyrgð á. Stjórn knattspyrnudeildar vill ítreka að deildin harmar þessi stóru mistök sem deildinni urðu á. Sérstaklega finnst okkur mikilvægt að biðja knattspyrnusambandið, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði okkar. Forsvarsmenn félagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig við fjölmiðla um þetta mál enda ljóst að áframhaldandi rekstur málsins í fjölmiðlum verður hvorki knattspyrnunni né félaginu til framdráttar. Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem knattspyrnudeild Þórs sendi frá sér í dag í kjölfar fréttar Vísis um auglýsingu á árskortum fyrir stuðningsmenn, og úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Nefndin fann Þórsara seka um að skaða ímynd fótboltans og sektaði þá um 50 þúsund krónur. Hegðun Þórsara varðar við landslög og því er ekki víst að málinu sé lokið en samkvæmt Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ólíklegt að KSÍ aðhafist meira vegna málsins. Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Í kjölfar fréttafluttnings v/árskorta knattspyrnudeildar Þórs (sem á bakhlið voru merkt marg umræddu veðmálafyrirtæki) skal það tekið fram að KSÍ hefur þegar verið gert kunnugt um að kortin hafi verið til staðar og að þau verði innkölluð. Úrskurður aga og úrskurðarnefndar þar sem félagið er fundið sekt um að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu er Þór afar þungbær en um leið réttmættur. Svona úrskurði ber ekki að taka léttvægt og óháð þeirri peningasekt sem félagið hlaut er það augljóslega verst að knattspyrnudeild félagsins hafi verið fundin sek um að skaða annars góða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Félagið vill eiga sinn hlut í að viðhalda, virða og auka jákvæða ímynd knattspyrnunnar hér á Íslandi og mun leitast við að haga öllum sínum vinnubrögðum á þann hátt í framtíðinni. Knattspyrnudeild Þórs hefur verið í sambandi við KSÍ varðandi hvernig best sé að leysa úr þessum stóru mistökum sem stjórn knattspyrnudeildar urðu á og taka fulla ábyrgð á. Stjórn knattspyrnudeildar vill ítreka að deildin harmar þessi stóru mistök sem deildinni urðu á. Sérstaklega finnst okkur mikilvægt að biðja knattspyrnusambandið, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði okkar. Forsvarsmenn félagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig við fjölmiðla um þetta mál enda ljóst að áframhaldandi rekstur málsins í fjölmiðlum verður hvorki knattspyrnunni né félaginu til framdráttar.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þórs: Í kjölfar fréttafluttnings v/árskorta knattspyrnudeildar Þórs (sem á bakhlið voru merkt marg umræddu veðmálafyrirtæki) skal það tekið fram að KSÍ hefur þegar verið gert kunnugt um að kortin hafi verið til staðar og að þau verði innkölluð. Úrskurður aga og úrskurðarnefndar þar sem félagið er fundið sekt um að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu er Þór afar þungbær en um leið réttmættur. Svona úrskurði ber ekki að taka léttvægt og óháð þeirri peningasekt sem félagið hlaut er það augljóslega verst að knattspyrnudeild félagsins hafi verið fundin sek um að skaða annars góða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Félagið vill eiga sinn hlut í að viðhalda, virða og auka jákvæða ímynd knattspyrnunnar hér á Íslandi og mun leitast við að haga öllum sínum vinnubrögðum á þann hátt í framtíðinni. Knattspyrnudeild Þórs hefur verið í sambandi við KSÍ varðandi hvernig best sé að leysa úr þessum stóru mistökum sem stjórn knattspyrnudeildar urðu á og taka fulla ábyrgð á. Stjórn knattspyrnudeildar vill ítreka að deildin harmar þessi stóru mistök sem deildinni urðu á. Sérstaklega finnst okkur mikilvægt að biðja knattspyrnusambandið, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði okkar. Forsvarsmenn félagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig við fjölmiðla um þetta mál enda ljóst að áframhaldandi rekstur málsins í fjölmiðlum verður hvorki knattspyrnunni né félaginu til framdráttar.
Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17