Erlent

Tvö myrt í Stafangri í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá höfninni í Stafangri.
Frá höfninni í Stafangri. Getty/Fraser Hall

Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa orðið tveimur að bana, manni og konu, í Stafangri í Noregi í nótt. Hinn grunaði tilkynnti sjálfur um andlát fólksins til lögreglu.

Lögregla var kölluð út að húsi í Storhaug í Stafangri á þriðja tímanum í nótt að norskum tíma. Samkvæmt frétt VG var vopni beitt við morðið á fólkinu. Yfirheyrslur yfir hinum grunaða hefjast strax í dag.

Konan sem lést var á þrítugsaldri og maðurinn á fertugsaldri. Lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hin látnu en talið er að þau hafi verið hælisleitendur frá Sýrlandi. Þá telur lögregla að konan og hinn grunaði hafi verið í sambandi um nokkurt skeið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×