Innlent

Um­sóknum í grunn­nám í LBHÍ fjölgar um rúm 50 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Landhúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Húsnæði Landhúnaðarháskólans á Hvanneyri. Ja.is

Mikil aukning hefur orðið í umsóknum í Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur umsóknum í grunnnám aukist um 51,1 prósent á milli ára.

Í tilkynningu frá skólanum segir að aukningin sé hlutfallslega langmest í BS-nám í landslagsarkitektúr þar nemur aukningin 240 prósent á milli ára. Fjölgun umsókna í garðyrkjunám á Reykjum nam 45 prósent og umsóknum í búvísindanám fjölgaði um 40 prósent.

„Landbúnaðarháskóli Íslands býr við þá sérstöðu að bjóða bæði upp á háskólanám og starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Aðsókn í starfsmenntanám skólans sló öll fyrri met í vor með samtals 280 umsóknum.

Má þar sérstaklega nefna góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt með 26 umsóknir og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu.

Á Hvanneyri í Borgarfirði fer starfsmenntanám í búfræði fram og er mjög góð aðsókn þar og komast færri að en vilja. Leitað er leiða til að mæta þessari eftirspurn,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×